- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur og Einar unnu bronsið í Danmörku

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia Håndboldklub. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Fredericia Håndboldklub til sigurs í oddaleik um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Fredericia Håndboldklub vann Skjern, 28:25, í Skjern. Þetta eru fyrstu verðlaun Fredericia Håndboldklub í dönskum karlahandknattleik í 43 ár.

Fredericia Håndboldklub hafnaði í sjöunda sæti í deildarkeppninni en segja má að liðið hafi komið, séð og sigrað í langri og strangri úrslitakeppni sem er með öðru sniði en þekkist á Íslandi.

Fredericia tapaði fyrir Aalborg Håndbold í oddaleik í undanúrslitum og vann síðan Skjern í oddaleik um bronsið í gær á mjög sterkum heimavelli Skjern-liðsins.

Einar Þorsteinn Ólafsson gekk til liðs við Fredericia Håndboldklub fyrir ári. Hann var að vanda í liðinu í leiknum í gær og stóð sig með prýði.

Guðmundur Þórður tók við þjálfun Fredericia Håndboldklub fyrir ári með það að markmiði að koma því í allra fremstu röð í Danmörku á þremur árum.

Arnór og Aron kvöddu með silfri

GOG varð danskur meistari annað árið í röð í gær. GOG lagði Aalborg Håndbold, 37:33, í úrslitaleik í Álaborg í gær. Aalborg hreppti þar með silfurverðlaun í dönsku úrvalsdeildinni annað árið í röð.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í kveðjuleik sínum hjá Aalborg en hann flytur heim í sumar og gengur til liðs við FH. Einnig átti hann tvær stoðsendingar. Aalborg Håndbold er eina liðið sem Aron hefur ekki unnið meistaratitil með eftir að hann hóf að leika með félagsliðum utan Íslands fyrir 14 árum.

Leikurinn í Álaborg í gær var einnig kveðjuleikur Arnórs Atlasonar aðstoðarþjálfara liðsins. Hann tekur við þjálfun TTH Holstebro í byrjun næsta mánaðar. Arnór hefur verið leikmaður og síðar aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold í sjö ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -