- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur og Rasimas tryggðu eitt stig í lokin

Áki Egilsnes skoraði fjögur mörk fyrir KA á Selfossi í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -

Með mögnuðum endasrpetti tókst Selfoss að tryggja sér með naumindum annað stig úr viðureign sinn við KA í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld þegar liðin leiddu saman hesta sína í annarri umferð Olísdeildar karla, lokatölur, 24:24.

KA var fjórum mörkum yfir, 24:20, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en tókst ekki að skora fleiri mörk á sama tíma og heimamenn bitu hressilega frá sér. Guðmundur Hólmar Helgason jafnaði metin, 24:24, þegar um tíu sekúndur voru eftir. Það var síðan markvörðurinn Vilius Rasimas sem innsiglaði annað stigið er hann varði skot frá Ólafi Gústafssyni, leikmanni KA í blálokin, samkvæmt textalýsingu mbl.is frá leiknum.

Þar með hafa bæði lið þrjú stig að loknum tveimur umferðum eins og Afturelding. Valur trónir á toppnum með fjögur stig. Haukar og ÍBV hafa tvö stig hvort eftir aðeins einn leik en liðin eigast við í Schenkerhöllinni á Ásvöllum kl. 17.30 á morgun.

Guðmundur Hólmar var markahæstur hjá Selfossi með sjö mörk. Hergeir Grímsson skoraði fimm sinnum og Alexander Már Egan í fjögur skipti. Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk, Atli Ævar Ingólfsson tvö og Daníel Karl Gunnarsson, Einar Sverrisson og Tryggvi Þórisson eitt mark hver.

Allan Nordberg var markahæstur hjá KA með fimm mörk. Áki Egilsnes og Árnir Bragi Eyjólfsson skoruðu fjögur mörk hvor, Jóhann Geir Sævarsson og Patrekur Stefánsson þrjú hvor, Daði Jónsson 2, Ólafur Gústafsson, Jón Heiðar Sigurðsson og Ragnar Snær Njálsson eitt mark hver.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -