- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gummersbach sótti tvö stig til Leipzig

Elliði Snær Viðarsson línumaður Gummersbach. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Gummersbach hafði betur í heimsókn til Leipzig í dag þar sem íslenskir handknattleiksmenn og þjálfarar voru á meðal þeirra sem reyndu með sér. Lokatölur, 35:32, fyrir Gummersbach sem lyfti sér upp um eitt sæti, upp í það sjöunda, með 18 stig eftir 17 leiki. Leipzig er þremur stigum á eftir í níunda sæti.


Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í leiknum og var einnig aðsópsmikill í vörninni. Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari síðustu leiktíðar í þýska handknattleiknum í karlaflokki, er sem fyrr þjálfari liðsins. Dominik Mappes skoraði átta mörk fyrir Gummersbach.

Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti. Einnig gaf hann fjórar stoðsendingar. Hann var markahæstur leikmanna Leipzig ásamt Franz Samper. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki mark í leiknum. Rúnar Sigtryggsson þjálfar lið Leipzig og hefur gert í rúmt ár.

Hannover-Burgdorf vann Bergishcer HC, 37:28, á heimavelli og situr í sjötta sæti þýsku 1. deildinni með 19 stig, er stigi ofar en Gummersbach. Íslendingar kom við sögu í þjálfarateymi beggja liða. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf og Arnór Gunnarsson hjá Bergischer HC sem er í 13. sæti.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -