- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar skaut Stjörnunni í undanúrslit

Pétur Árni Hauksson, Hergeir Grímsson, Jóhann Karl Reynisson, Starri Friðriksson og Hjálmtýr Alfreðsson og félagar í Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Gunnar Steinn Jónsson skaut Stjörnunni í undanúrslit Poweradebikarkeppninnar í handknattleik karla (bikarkeppni HSÍ) þegar hann skoraði sigurmark liðsins, 30:29, á síðustu sekúndu leiks við Val í TM-höllinni í kvöld.

Valsmenn, sem eru bikarmeistarar tveggja síðustu ára, misstu boltann þegar 15 sekúndur voru til leiksloka í jafnri stöðu. Stjörnumenn stormuðu fram leikvöllinn og Gunnar Steinn skoraði sigurmarkið og bætti upp fyrir glórulausa línusendingu í þriðju síðustu sókn liðsins í leiknum.


Stjarnan leikur þar með til undanúrslita fimmtudaginn 16. mars ásamt Aftureldingu, Fram og Haukum en dregið verður hvaða lið mætast.


Valsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15. Þeir byrjuðu síðari hálfleik afar vel og komust fimm mörkum yfir og virtust ætla að vinna leikinn eins og flesta aðra á keppnistímabilinu. Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Þeim tókst að jafna metin, 22:22. Aftur náðu Valsmenn þriggja marka forskoti, 25:22, Stjörnumenn jöfnuðu. Eftir það var jafnt á öllum tölum en Valur var þó á undan að skora allt þar til í lokin.


Gríðarlega spenna var á síðustu mínútunum eins og nærri má geta. Sigurður Dan Óskarsson stóð í marki Stjörnunnar síðustu 20 mínúturnar og fór á kostum, varði 64% skota sem á mark hans kom. Átti stórbrotin frammistaða Sigurðar ekki hvað sístan þátt í sigrinum.

Fyrir utan, 2:1, 3:1, og 3:2, snemma leiks var Stjarnan ekki yfir fyrr en á síðustu sekúndu.


Mörk Stjörnunnar: Þórður Tandri Ágústsson 6, Pétur Árni Hauksson 5, Gunnar Steinn Jónsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Starri Friðriksson 3, Hergeir Grímsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Tandri Már Konráðsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 7/1, 63,6% – Adam Thorstensen 2, 11,8%, Arnór Freyr Stefánsson 1, 10%.
Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 6/4, Magnús Óli Magnússon 5, Stiven Tobar Valencia 4, Tjörvi Týr Gíslason 4, Bergur Elí Rúnarsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Arnór Snær Óskarsson 2, Aron Dagur Pálsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/1, 30,2%

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -