- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar var ekki lengi finna nýtt starfi – tekur við Haukum í sumar

Gunnar Magnússon tekur á ný við þjálfun karlaliðs Hauka í sumar eftir fimm ára fjarveru. Ljósmynd/Haukar
- Auglýsing -


Gunnar Magnússon tekur við þjálfun karlaliðs Hauka í handknattleik í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem verið hefur þjálfari liðsins síðan í nóvember 2022. Haukar tilkynntu þetta í morgun.

Gunnar þekkir vel til á Ásvöllum en hann þjálfaði karlalið Hauka frá 2015 – 2020 uns hann var ráðinn þjálfari Aftureldingar þar sem hann lætur af störfum í lok leiktíðar. Undir stjórn Gunnars urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar 2016 og deildarmeistarar 2019 en það ár tapaði liðið í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.


„Haukar þakka Ásgeiri Erni fyrir ómetanlegt starf fyrir félagið en því er ekki alveg lokið því að liðið er enn í baráttunni um tvo titla á tímabilinu þar sem liðið er komið í 8-liða úrslit Evrópubikarsins og úrslitakeppnin er handan við hornið og klárt að Ásgeir Örn vill skilja við liðið á sem bestan máta,“ segir orðrétt í tilkynningu Hauka.

„Ásgeir Örn skilar af sér góðu búi en margir ungir og efnilegir
Haukamenn eru núna í lykilhlutverki liðsins sem spennandi verður að sjá á næstu árum,“ segir ennfremur í áðurnefndri tilkynningu.

Undir stjórn Ásgeirs Arnar léku Haukar til úrslita um Íslandsmeistaratitlinn vorið 2023 og léku einnig til úrslita um bikarmeistaratitilinn fyrr á sama tímabili.

Gunnar Magnússon er einn reyndasti starfandi handknattleiksþjálfari landsins um þessar mundir. Auk Aftureldingar, þar sem hann lýkur störfum í sumar, hefur Gunnar m.a. þjálfað hjá Víkingi, HK, ÍBV, Haukum til viðbótar að vera þjálfari Kristiansund-HK í Noregi um nokkurra ára skeið. Gunnar var árum saman aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og nánasti samstarfsmaður Guðmundar Þórðar Guðmundssonar. Eftir að Guðmundur lét af störfum snemma árs 2023 tók Gunnar tímabundið við starfi landsliðsþjálfara ásamt Ágústi Þór Jóhannssyni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -