- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Háar sektir og margra leikja bann hjá þjálfurum bestu liða Póllands

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Pólska handknattleikssambandið hefur brugðist við því þegar upp úr sauð á milli leikmanna og þjálfara pólsku liðanna Wisla Plock og Industria Kielce í síðasta mánuði. Sló þá í brýnu milli fylkinga utan vallar svo enginn sómi fékkst af auk þess sem hópur stuðningsmann heimaliðsins, Wisla Plock, hafði uppi kynþáttaníð í garð leikmanna Kielce.

Milljónir í sekt

Þjálfarar beggja liða, Xavier Sabate og Talant Dujshebaev, hafa verið úrskurðaðir í sex leikja bann hvor. Auk þess sem félögum þeirra gert að greiða 30.000 pólsk zloty í sekt, hvort fyrir sig.
Það jafngildir liðlega einni milljón króna. Harkalega kastaðist í kekki milli þjálfaranna eftir leikinn. Rifust þeir eins og hundar og kettir og báru hvorn annan þungum sökum þegar af þeim rann mesti móður og hægt var við þá að ræða.

Leikmenn í bann

Þar með er ekki öll sagan sögð því Leon Susnji leikmaður Wisla Plock var úrskurðaður í tveggja leikja bann og Arkadiusz Moryto leikmaður Kielce fer í fjögurra leikja bann.

Áður hafði Jorge Maqueda verið dæmdur í leikbann fyrir að bíta leikmann Wisla Plock.

Fljótlega eftir leikinn sendu félögin frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kynþáttaníð, hatursumræða og annað því tengdu var harðlega fordæmt.

Wisla Plock, sem vann leikinn, 29:25. Svo mikið gekk á innanvallar að dómararnir ráku leikmenn 21 sinni af leikvelli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -