- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hæpið að Sveinn Andri nái fleiri leikjum með Empor

Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður Empor Rostock. Mynd/Empor Rostock
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson leikur tæplega fleiri leiki fyrir þýska 2. deildarliðið Empor Rostock. Hann hefur ekki tekið þátt í síðustu leikjunum vegna meiðsla sem sennilega halda honum frá keppni tímabilið á enda.


„Það flísaðist upp úr ristinni í leik um daginn. Síðan hef ég ekkert verið með,“ sagði Sveinn Andri við handbolta.is en hann er staddur hér heima um þessar mundir.

„Ég missi líklega af restinni á tímabilinu. Ef verð heppinn næ ég kannski síðasta leiknum, hugsanlega tveimur síðustu leikjum liðsins,“ sagði Sveinn Andri ennfremur. Hann gekk til liðs við Empor Rostock í ágúst að lokinni tveggja ára veru hjá Aftureldingu. Annars er Sveinn Andri ÍR-ingur að upplagi.

Skoðar sín mál

„Ég er laus undan samningi eftir tímabilið og er að skoða mín mál, hvað tekur við. Enn sem komið er, er ekkert komið á hreint,“ sagði Sveinn Andri sem hefur verið með betri leikmönnum Empor Rostock á leiktíðinni og helsti leikstjórnandinn.

Á brattann að sækja

Empor Rostock hefur átt í mestu vandræðum allt keppnistímabilið. Liðið sogaðist fljótlega niður í fallbaráttu 2. deildar. Þjálfaraskipti á miðju tímabili nægðu ekki til þess að snúa gæfuhjólinu og um þessar mundir er Empor í næst neðsta sæti og í bráðri fallhættu. Þrjú neðstu liðin falla í 3. deild. Sjö umferðir eru eftir af 38 og ljóst að Rostock-liðið þarf að eiga árangursríkan endasprett til þess að halda sæti sínu í deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -