- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hættir eftir Ólympíuleikana

Norðmaðurinn Bjarte Myrhol hættir keppni eftir ÓL í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Einn fremsti handknattleiksmaður Norðmanna, línumaðurinn Bjarte Myrhol, greindi frá því dag að hann leggi keppnisskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Myrhol stefnir á að vera í norska landsliðinu á leikunum en norska karlalandsliðið tekur þátt í leikunum í sumar í fyrsta sinn frá 1972.


Myrhol, sem er 38 ára gamall hefur verið einn fremsti línumaður heims um árabil. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í öxl um nokkurt skeið og gekkst undir aðgerð í september. Þá var hann talsvert frá keppni eftir að hafa fengið sýkingu í þarma fyrir tveimur árum. Fyrir meira en áratug greindist hann með krabbamein en sigraðist á sjúkdómnum.


Myrhol hefur undanfarin sex ár leikið með Skjern og var árum saman í Þýskalandi með Nordhorn og síðar Rhein-Neckar Löwen. Einnig lék Myrhol með Veszprém í Ungverjalandi leiktíðina 2005 til 2006.


Síðustu ár hefur Myrhol verið fyrirliði norska landsliðsins. Alls á hann 254 landsleiki að baki sem hann hefur skorað í 789 mörk. Með norska landsliðinu vann Myrhol silfur á HM 2017 og á ný í Danmörku tveimur árum síðar. Þá varð hann danskur meistari 2018 og í sigurliði Rhein-Neckar Löwen í EHF-bikarkeppninni 2013. Draumur Myrhol er að ljúka ferlinum með verðlaunum á Ólympíuleikum, helst úr gulli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -