Daninn Per Bertelsen, sem árum saman sat í framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, segist ekki hafa trú á að Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins láti af embætti fyrr en dagar hans í þessari jarðvist verða taldir.
Moustafa, sem verður 82 ára gamall á árinu, var endurkjörinn forseti IHF til fjögurra ára í desember með 73% atkvæða.
Moustafa endurkjörinn með yfirburðum
Í viðtali við Ekstrabladet segir Daninn Moustafa vera einráðan og halda um alla þræði. Þeim sem dirfist að andmæla forsetanum hafa fyrirgert um leið rétti sínum til frekari starfa innan Alþjóða handknattleikssambandsins
Stóð uppi í hárinu á Moustafa
Á þingi IHF í desember féll Bertelsen í kosningu til stjórnar. Hann segir ástæðu þess vera þá að hann stóð upp í hárinu á Moustafa á Ólympíuleikunum í París. Moustafa vildi senda kvendómara heim en Bertelsen sagði það ekki koma til greina. Moustafa sagði dómarana hafa tekið ranga ákvörðun en Bertelsen sat við sinn keip enda var ekkert athugavert við störf dómaranna. „Eftir að ég stóð upp í hárinu á Moustafa yrti hann ekki oftar á mig,“ segir Bertelsen.
Bertelsen segir Moustafa ráða öllu sem hann vilji ráða og stjórna með tilskipunum, ógnarstjórn. Þeir sem malda í móinn eru einfaldlega settir út af sakramentinu. Moustafa hafi safnað í kringum sig hirð jámanna sem sitji og standi eftir skipunum forsetans.
Vonir standa til að Moustafa hætti eftir 4 ár – aldurshámark samþykkt
Tvístraði samstöðu Evrópu
Þrír menn buðu sig fram á móti Moustafa á þingi IHF í desember. Bertelsen segir Moustafa hafa undirbúið þingið vel og átt sín atkvæði vís með markvissum undirbúningi. Auk þess tókst honum að tvístra samstöðu Evrópu með því að bjóða nokkrum Evrópubúum sæti í stjórn með sér.
Frakkinn fékk launaðan stuðninginn við Moustafa
„Hann er með alla í vasanum. Menn sitja og standa eftir geðþótta forsetans,“ segir Bertelsen og bætir við:
„Þegar Hassan Moustafa hættir verður það mesta gæfa sem hent hefur alþjóðlegan handknattleik.“
Sjá einnig: Former IHF top on Moustafa: “I won’t believe he’s stepping down until he’s in the coffin”


