Íslenska landsliðið hefur ekki tapað upphafsleik sínum á Evrópumóti karla í 14 ár, eða frá tapinu fyrir Króatíu, 31:29, í Vrasc í Serbíu 2012. Síðast vann íslenska landsliðið fyrsta leik sinn á EM 2022 gegn Portúgal, 28:24. Jafntefli varð í upphafsleik íslenska landsliðsins á EM 2024 í Þýskalandi, 27:27, við Serba í Ólympíuhöllinni í München.
Sex sigurleikir af 13
Af 13 leikjum í byrjun Evrópumóta frá árinu 2000 hefur íslenska landsliðið unnið sex viðureignir, gert þrjú jafntefli en tapað fjórum leikjum.

Hér fyrir neðan eru úrslit í upphafsleikjum íslenska landsliðsins á EM frá 2000 til 2024:
2000: Ísland – Svíþjóð, 23:31.
2002: Ísland – Spánn, 24:24.
2004: Ísland – Slóvenía 28:34.
2006: Ísland – Serbía/Svartfjallaland, 36:31.
2008: Ísland – Svíþjóð, 18:24.
2010: Ísland – Serbía, 29:29.
2012: Ísland – Króatía, 29:31.
2014: Ísland – Noregur, 31:26.
2016: Ísland – Noregur, 26:25.
2018: Ísland – Svíþjóð, 26:24.
2020: Ísland – Danmörk, 31:30.
2022: Ísland – Portúgal, 28:24.
2024: Ísland – Serbía, 27:27.




