- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafdís kemur inn í liðið á nýjan leik

Ef að líkum lætur verður ekkert gefið eftir í viðureign Fram og KA/Þórs í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Hafdís Renötudóttir markvörður úr Fram kemur inn í íslenska landsliðið sem mætir Serbum í dag í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16. Hún leysir af Sögu Sif Gísladóttur, markvörð Vals, sem hljóp í skarðið á elleftu stundu fyrir Hafdísi áður en kom að leik við Svía í undankeppni EM sem fram fór í Svíþjóð á fimmtudagskvöld.


Hafdís gat ekki tekið þátt í leiknum við Svía vegna meiðsla á ökkla sem hún varð fyrir á æfingu á miðvikudaginn. Hún hefur jafnað sig nógu vel til þess að geta staðið vaktina í markinu. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold, verður hinn markvörðurinn í íslenska liðinu í dag líkt og gegn Svíum.


Eins og handbolti.is greindi frá í gær þá tekur Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór, sæti Lovísu Thompson, úr Val, í landsliðinu að þessu sinni. Lovísa fékk högg á augabrún í viðureigninni við Svía og verður þar af leiðandi ekki með í dag. Aldís Ásta leikur sinn fyrsta landsleik að þessu sinni.


Íslenska landsliðið sem leikur við Serba í dag.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (31/0).
Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1).
Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór (0/0).
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (4/0).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (25/20).
Elísa Elísdóttir, ÍBV (1/0).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (6/4).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (43/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (82/85).
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (32/42).
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (100/212).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (4/6).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (59/43).
Thea Imani Sturludóttir, Val (46/62).
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (4/7).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (30/29).


Viðureign Íslands og Serbíu í 6. riðli undankeppni EM hefst klukkan 16 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Aðgangur að leiknum er ókeypis þar sem Arionbanki býður landsmönnum á leikinn.

Textalýsing frá leiknum verður á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -