- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafdísi dreymir um sæti í milliriðli – held að fólk eigi bara að fylgjast með okkur

- Auglýsing -

0

Hafdís Renötudóttir annar markvarða íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik segist vera komin í jólaskap eftir að hún mætti með stöllum sínum í landsliðinu til Innsbruck. Jólatré og jólaskraut prýðir andyri hótelsins. Hafdís segir það boða gott að vera komin í jólaskap rétt fyrir fyrsta leik á Evrópumótinu en upphafsleikur Íslands verður gegn Hollendingum í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki klukkan 17 á morgun, föstudag.


Hafdís fer með væntingar inn í Evrópumótið. Hópurinn er góður og þær ná vel saman enda nauðsynlegt í langri samveru.

„Við viljum komast í milliriðil. Ég held að það sé ekkert leyndarmál,” segir Hafdís ákveðin. „Við getum nýtt krafta okkar sem litla liðið gegn Holland. Við þurfum tvo sigra í þremur leikjum til þess að komast upp í milliriðil,“ segir Hafdís sem var ekki alveg á hreinu með þá staðreynd að íslenskt landslið hefur ekki unnið leik til þessa á Evrópumótinu þrátt fyrir sex viðureignir á tveimur mótum 2010 og 2012.

Alveg til í að fara í sögubækurnar

„Ég er alveg til í að fara í sögubækurnar með því að vinna fyrsta sigur Íslands á EM kvenna. Ég hef alltaf verið ákveðin og ekki farið heldur leynt með það sem mig lagar til að gera og dreymir um hverju sinni. Ég held að fólk eigi bara að fylgjast með okkur,“ segir Hafdís í samtali við handbolta.is.

Lengra viðtal er við Hafdísi í myndskeiði efst í fréttinni.

Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.

Sjá einnig: EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -