Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru í tveimur efstu sætum Olísdeildar karla eftir leiki dagins og áður en lokaleikur 9. umferðar fer fram annað kvöld þegar Valur og Afturelding mætast í Origohöllinni. Haukar unnu KA-menn á Akureyri, 32:29, en FH lagði Fram einnig með þriggja marka mun, 30:27, í Kaplakrika.
Ásbjörn Friðriksson fór á kostum með FH-ingum gegn Fram. Hann skoraði 11 mörk í leiknum. FH var með sjö marka forskot í hálfleik, 17:10. Þótt Fram nálgaðist í síðari hálfleik var sigurin aldrei í hættu.
Haukar eru með 16 stig að loknum tíu leikjum. FH er þremur stigum á eftir og á leik til góða á Hauka sem lék sinn leik í 10. umferð á fimmtudagskvöld vegna Evrópuleikja um næstu helgi. Valur, Stjarnan og ÍBV eru síðan stigi á eftir FH og eiga hvert um sig leik inni á FH og tvo á Hauka.
Haukar voru með yfirhöndina lengst af í KA-heimilinu í kvöld, m.a. var fjögurra marka munur, 18:14, að loknum fyrri hálfleik.
KA – Haukar 29:32 (14:18).
Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 7/2, Patrekur Stefánsson 5, Einar Rafn Eiðsson 4, Ólafur Gústafsson 4, Arnór Ísak Haddsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Pætur Mikkjalsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 2, 9,1% – Bruno Bernat 2, 15,4%.
Mörk Hauka: Tjörvi Þorgeirsson 8, Atli Már Báruson 6, Heimir Óli Heimisson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3/2, Geir Guðmundsson 3, Jón Karl Einarsson 2, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11, 32,4% – Stefán Huldar Stefánsson 2, 33,3%.
FH – Fram 30:27 (17:10).
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 11/4, Ágúst Birgisson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Egill Magnússon 4, Einar Örn Sindrason 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Birgir Már Birgisson 2, Gytis Smantauskas 1.
Varin skot: Svavar Ingi Sigmundsson 11, 31,4% – Kristján Rafn Oddsson 0.
Mörk Fram: Breki Dagsson 6/2, Vihelm Poulsen 5/1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Stefán Darri Þórsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Þorvaldur Tryggvason 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Rógvi Dahl Christiansen 1.
Varin skot: Valtýr Már Hákonarson 6, 28,6% – Arnór Máni Daðason 6, 28,6%.
Alla tölfræði úr leikjum Olísdeildar er finna hjá HBStatz.
Stöðuna og næstu leiki er að finna hér.