- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafþór Már er kominn til Noregs

Hafþór Már Vignisson, í leik með Stjörnunni gegn KA. Hann leikur með Þór á næstu leiktíð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Hafþór Már Vignisson hefur gengið til liðs við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal. Hann hefur samið við félagið til eins og hálfs árs, fram á mitt næsta ár. Í skilaboðum til handbolti.is í morgun sagðist Hafþór Már gera sér vonir um að verða búinn að fá leikheimild fyrir næsta leik Arendal-liðsins á sunnudaginn gegn Bækkelaget.


Hafþór Már gekk til liðs við Empor Rostock í Þýskalandi á síðasta sumri frá Stjörnunni og lék með Rostock-liðinu fram til áramóta þegar að hlé var gert á keppni í deildinni.

Vistaskiptin áttu sér skamman aðdraganda að sögn Hafþórs Más. Ferlið tók innan við viku frá því að félagið kom inn í myndina þangað til samningur var í höfn.

Hafþór Már kom til Noregs í fyrradag og var kynntur fyrir stuðningsmönnum í Sør Amfi hálfleik í gærkvöld í viðureign ØIF Arendal og Elverum í úrvalsdeildinni.


ØIF Arendal hefur verið eitt af öflugri liðum í norskum karlahandknattleik á undanförnum árum og lék m.a. til úrslita um sigurlaunin í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Um þessar mundir er ØIF Arendal í 7. sæti eftir naumt tap fyrir meisturum Elverum á heimavelli í gær, 32:31.

Arendal er í suðausturhluta Noregs.

Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar, lék með ØIF Arendal frá 2013 til 2017.

Íslendingar í úrvalsdeild karla í Noregi.
Drammen: Óskar Ólafsson - Viktor Petersen Norberg (hálf íslenskur).
Elverum: Orri Freyr Þorkelsson.
Kolstad: Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson.
ØIF Arendal: Hafþór Már Vignisson.

Fréttin hefur verið uppfærð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -