- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hakan féll ekki niður í gólf

Þráinn Orri Jónsson í þann mund að skora í leiknum við Svartfellinga á EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is fyrir hádegið. Þráinn Orri leikur ekki handknattleik á ný fyrr en á næsta ári en 18. mars var staðfest að krossband í vinstra hné slitnaði hjá Þráni Orra í viðureign Ísland og Noregs á Evrópumeistaramótinu í lok janúar.

Tveir fyrir einn aðgerð

„Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn Orri léttur í samtali við handbolta.is.

Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari huga að Þráni Orra eftir að sá síðnefndi meiddist í leiknum við Noreg á EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Mæti eftir HM-hléið

„Aðgerðin er að baki og ég er byrjaður í endurhæfingu,“ bætti Þráinn Orri við. „Ætli að maður verði ekki mættur aftur á völlinn eftir HM-hléið í febrúar á næsta ári. Ég reikna með því,“ sagði Þráinn ennfremur.

Sloppið vel fram til þessa

Fram til þessa hefur Þráinn Orri verið að eigin sögn og sjaldan orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Eftir meira en áratug í meistaraflokki með liðum hér á landi, í Noregi og í Danmörku segist hann hafa verið frá keppni vegna slæmra meiðsla í sex vikur ef frá eru talið „venjulegt hnjask“. “Þráinn Orri segir að meiðslin nú séu uppsöfnuð.

Nokkuð hár skattur

„Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn Orri.

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Með lausan samning í vor

Óvissa er hvað tekur við hjá Þráni Orra þar sem samningur hans við Hauka rennur út í sumar. „Ég er í lausu lofti um þessar mundir og með lausan samning við Hauka. Spurningin er sú hver vill taka sénsinn á að semja við mann sem verður ekki klár í slaginn fyrr en í febrúar á næsta ári. Það verður bara að koma í ljós á næstu vikum og mánuðum. Ég ætla að minnsta kosti að ná mér á strik aftur,“ sagði Þráinn Orri Jónsson handknattleiksmaður hjá Haukum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -