- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði er bjartsýnn eftir góðan bata

Hákon Daði Styrmisson í leik með Eintrach Hagen. Ljósmynd/Eintracht Hagen
- Auglýsing -


Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur náð skjótum og góðum bata eftir að hafa slitið krossband í öðru hné í byrjun maí í leik með liðinu sínu Eintrach Hagen. „Ég er bjartsýnn og reikna með að mæta aftur út á völlinn um miðjan febrúar,“ sagði Hákon Daði í samtali við handbolta.is en hann er staddur hér á landi í jólaleyfi.


„Batinn hefur verið meiri og betri en í fyrra skiptið sem sleit krossband. Þá var ég í ár frá keppni en núna vonast ég til að vera tilbúinn í leik níu mánuðum eftir aðgerð,“ sagði Hákon Daði ennfremur þegar handbolti.is hitti hann stuttlega að máli. Hákon Daði varð einnig fyrir því að slíta krossband í desember 2021 þegar hann lék með Gummersbach.

Hákon Daði, sem var í íslenska landsliðinu á HM 2023, gekk til liðs við Eintracht Hagen haustið 2023 á skammtíma samningi. Eftir að hafa gert það gott skrifaði Hákon Daði undir þriggja ára samning við félagið nokkrum vikum áður hann meiddist í byrjun maí.

Í fallbaráttu

Eintracht Hagen veitir ekki af liðsauka eins og gengi liðsins hefur verið til þessa í þýsku 2. deildinni. Hagen er um þessar mundir í næst neðsta sæti með 11 stig að loknum 15 leikjum. Skammt er í næstu lið fyrir ofan.

Staðan í 2. deild þýska handknattleiksins í karlaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -