- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði færir sig um set innan Þýskalands

Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson samdi í dag við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen sem leikur í næst efstu deild. Keppni í 2. deild hófst í kvöld en Hagen á leik á morgun á heimavelli gegn Bietigheim. Standa jafnvel vonir til þess að Hákon Daði verði í liðinu strax í fyrsta leik. Hann staðfesti vistaskiptin við handbolti.is síðdegis í dag.

Fá tækifæri hjá Gummersbach

Hákon Daði hefur þar með yfirgefið Gummersbach eftir tveggja ára veru. Hann var að hefja sitt þriðja tímabil með Gummersbach en var kominn í þá stöðu að vera þriðji í röðinni af vinstri hornamönnum eftir að samkeppnin jókst með komu þriðja vinstri hornamannsins í sumar. Fyrir vikið kom hann lítið sem ekkert við sögu í æfingaleikjum fyrir tímabilið eða aðeins í tveimur fyrstu leikjum Gummersbach í 1. deild.

„Vegna stöðunnar hef ég verið að leita að öðru liði til þess að spila með. Loksins í dag þá samdi ég við Hagen,“ sagði Hákon Daði við handbolta.is.

Fetar í fótspor Fannars

Hagen er 190 þúsund manna borg skammt frá skammt suður af Dortmund í Norðurrín-Vestfalíu. Fannar Þór Friðgeirsson lék með Eintracht Hagen frá 2015 til 2016. Liðið hefur átt sæti í næst efstu deild að tveimur tímabilum undanskildum frá árinu 2015. Á síðasta keppnistímabili varð Hagen í 10. sæti 2. deildar.

Hákon Daði var í íslenska landsliðshópnum sem tók þátt í HM í upphafi þessa árs. Hann lék með Haukum og ÍBV hér á landi áður en haldið var til Þýskalands sumarið 2021.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -