- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði markahæstur – Mikilvæg stig fyrir Minden

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Eintracht Hagen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson var markahæstur við annan mann með sex mörk þegar Eintracht Hagen tapaði með eins marks mun, 32:31, fyrir GWD Minden í Minden í kvöld í 2. deild þýska handknattleiksins. Þetta var aðeins annað tap Hagen í síðustu 14 leikjum en það dró verulega úr líkum á að liðið blandi sér af alvöru í keppnina um annað af tveimur efstu sætunum sem veitir flutningsrétt upp í efstu deild á næstu leiktíð.

Hákon Daði verður hjá Hagen næstu þrjú ár

Nauðsynleg stig

Sigurinn var á hinn bóginn lífsnauðsynlegur fyrir GWD Minden sem færðist fjær fallsætinu, alltént með tilliti til stigafjölda. Minden er enn í fjórða neðsta sæti en er sex stigum fyrir ofan Vinnhorst sem er næst neðst og er líklegast til þess að fylgja EHV Aue niður í 3. deild. Vinnhorst og Aue komu upp í 2. deild fyrir ári og muni sennilega staldra stutt við.

Sveinn Jóhannsson var ekki í leikmannahópi GWD Minden í kvöld og sem kunnugt er sleit Bjarni Ófeigur Valdimarsson hásin í síðasta mánuði og kemur þar af leiðandi ekki oftar við sögu í leikjum liðsins. Hann flytur heim í sumar og gengur til liðs við KA.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -