- Auglýsing -

Hákon Daði og félagar fóru áfram í bikarnum

- Auglýsing -


Hákon Daði Styrmisson skoraði þrjú mörk þegar lið hans, Eintracht Hagen, vann HC Empor Rostock, 35:24, í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í gær. Leikið var á heimavelli HC Empor Rostock.

  • Áfram verður haldið keppni í þýsku bikarkeppninni í dag og nokkrir Íslendingar í eldlínunni.
  • Arnór Þór Gunnarsson stýrir Bergischer HC í heimsókn til TSG AH Bielefeld.
  • Tjörvi Týr Gíslason leikur með nýjum liðsfélögum sínum hjá HC Oppenweiler/Backnang gegn HC Elbflorenz Dresden sem Viktor Petersen Norberg gekk til liðs við í sumar.
  • Á þriðjudaginn mætir HSG Nordhorn-Lingen, sem Elmar Erlingsson leikur með, Eintracht Hildesheim í 1. umferð bikarkeppninnar.

Viktor Gísli á móti í Nordhorn

Í dag og á morgun stendur HSG Nordhorn-Lingen fyrir fjögurra liða móti á heimavelli sínum en mótið er árlegt. Í dag mæta Elmar og félagar Spánarmeisturum Barcelona. Verður það fyrsti opinberi kappleikur Viktors Gísla Hallgrímssonar með Katalóníuliðinu.

Flensburg og Füchse Berlin mætast í hinni viðureign dagsins í dag á mótinu í Nordhorn. Taplið leikja dagsins leika um þriðja sætið og sigurliðin mætast um 1. sætið á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -