- Auglýsing -
Hákon Daði Styrmisson var markahæstur leikmanna Eintracht Hagen í kvöld þegar liðið lagði Coburg, 31:29, í 1. umferð 2. deildar þýska handknattleiksins. Leikið var í HUK-COBURG arena og var Hagen marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15.
Hákon Daði skoraði sjö mörk, öll úr vítaköstum, en alls spreytti hann sig á átta vítaköstum í leiknum. Var Eyjamaðurinn með býsna góða nýtingu.
Eintracht Hagen er eitt átta liða sem sigraði í sínum leikjum í fyrstu umferð sem lauk með viðureigninni í kvöld.
Næsti leikur Hagen verður gegn Nordhorn-Lingen á sunnudaginn. Þá mætast Eyjapeyjarnir Hákon Daði og Elmar Erlingsson leikmaður Nordhorn.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -