- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon og félagar lögðu toppliðið

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Eintracht Hagen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson og félagar hans í Eintracht Hagen gerðu sér lítið fyrir og unnu efsta lið 2. deildar þýska handknattleiksins, Potsdam, 37:33, á heimavelli í gær. Potsdam-liðið hefur farið mikinn í deildinni í vetur og hafði aðeins tapað tveimur leikjum af 27 þegar það mætti til Hagen í gær.

Hákon Daði skoraði fimm mörk í leiknum og var næst markahæstur hjá Hagen-liðinu sem áfram er í fjórða sæti með 38 stig. Potsdam-liðið er efst og á sæti í efstu deild víst með 47 stig.

Hagen hefur unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum í deildinni.

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar í öruggum sigri HSC Coburg á TuS Vinnhorst, 25:20, á heimavelli, HUK-COBURG arena. Coburg situr í sjöunda sæti með 31 stig þegar sex umferðir eru eftir.

Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir GWD Minden í naumu tapi fyrir næst efsta liði 2. deildar, Bietigheim, 34:33, á útivelli.

EHV Aue tapaði á heimavelli fyrir TuS N-Lübbecke, 27:25, og situr áfram í neðsta sæti 2. deildar. Aue-liðið var síst lakara liðið í 45 mínútur í leiknum en gaf eftir á endasprettinum.

Sveinbjörn Pétursson stóð í marki EHV Aue annan hálfleikinn og varði 6 skot, 35%. Ólafur Stefánsson er þjálfari EHV Aue.
Örn Vésteinsson Östenberg var ekki leikmannahópi VfL Lübeck-Schwartau í sigurleik á TV 05/07 Hüttenberg, 31:28.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -