Danska handknattleikssambandið ætlar að halda sig við tvo leikstaði þegar Evrópumót kvenna í handknattleik fer þar fram að hluta til í desember. Danir verða gestgjafar mótsins á ásamt Norðmönnum sem ætla að fækka keppnisstöðum úr þremur í einn eins og kom fram á handbolta.is í gær.
Í Danmörku verður leikið í riðlakeppninni í Frederikshavn og í Herning (Jyske Bank Boxen). Einnig fara leikir milliriðla fram í Herning eins og áður hafði verið kynnt.
Farið verður í einu og öllu eftir sóttvarnarreglum danskra yfirvalda. Eins og sakir standa verður heimilt að selja 500 aðgöngumiða á hvern leik. Vonast er til að heimilt verði að selja fleiri miða þegar á hólminn verður komið.
Auk riðlakeppninnar fara undanúrslit og úrslitaleikir mótsins fram í Þrándheimi í Noregi.