Fjórði þáttur af viðtalsþættinum Handball Special í umsjón Tryggva Rafnssonar er kominn út. Í þetta skiptið er Atli Rúnar Steinþórsson viðmælandi Tryggva.
Atli Rúnar hefur spilað með flestum liðum landsins þó að hann kvitti nú helst undir það að vera Valsari. Hann hefur hætt oftar en hann hefur byrjað í handbolta og nú síðast náði hann einum leik í deildinni áður en hann sleit hásin. Grjótharður gæji af gamla skólanum sem tuskaðist til á línunni og skilaði alltaf góðu framlagi í sókninnni en lét aðra um það að spila vörn. Hann hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla með tveimur félögum ásamt því að vinna næst efstu deild og henti þýskri goðsögn í gólfið í einhverjum töffaraskap í æfingaferð í Þýskalandi.
Valur, Afturelding, Grótta, FH, Stjarnan ásamt nokkrum titlum í bumbubolta. Einn af Stálmúsum handboltans!
Aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsrásum.