„Það gerist þrisvar í þessari klippu að þeir [Haukar] svara marki Stjörnunnar nokkrum sekúndum síðar með hraðri miðju. Boltinn er sóttur, keyrt upp og Össur er mættur. Á fyrstu 19 mínútum náðu Haukar að skora fjórum sinnum í bakið á þeim. Það er eiginlega ekki boðlegt fyrir Stjörnuna að pikka þetta ekki betur upp,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson sérfræðingur Handboltahallarinnar í síðasta þætti þegar rætt var hversu grátt Haukar léku Stjörnuna í viðureign liðanna í 7. umferð Olísdeildar karla.
Hvað eftir annað skoruðu Haukar eftir að hafa tekið hraða miðju og skoruðu, þar á meðal skoraði Össur Haraldsson þrisvar á skömmum tíma. Lagði þetta grunn að sigri Hauka í leiknum.
„Hversu lengi eru þeir til baka?“ spurði Vignir Stefánsson annar sérfræðingur Handboltahallarinnar. Myndskeið af leik Hauka þar sem þeir léku sér að Stjörnunni eins og köttur að mús og umræðum í Handboltahöllinni er að finna hér fyrir neðan.