- Auglýsing -
„Það er ekki hættulaust að vera dómari,“ sagði Hörður Magnússon umsjónarmaður Handboltahallarinnar í þætti gærkvöldsins er hann sýndi klippu úr leik Stjörnunnar og ÍR í Olísdeild karla í síðustu viku.
Hinn þrautreyndi dómari og fyrrverandi handknattleiksmaður Ramunas Mikalonis varð skyndilega miðdepill í hraðaupphlaupi Stjörnumanna. Lipurlega tókst Ramunas að forðast árekstur eins og sjá má á myndskeiði hér fyrir neðan.
- Auglýsing -




