Lokasekúndurnar í viðureign Selfoss og ÍR í Olísdeild karla í Sethöllinni sl. fimmtudag voru æsilega spennandi í svokölluðum fjögurra stiga leik liðanna sem þá voru í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Selfoss var tveimur stigum á undan neðsta liðinu, ÍR. Taugarnar voru þandar þegar Selfoss tók leikhlé í jafnri stöðu 20 sekúndum fyrir leikslok. Á síðustu sekúndu skoraði Hannes Höskuldsson sigurmark Selfoss, 35:34.
„Þetta er mikilvægasta mark tímabilsins fyrir Selfyssinga. Nú eiga þeir innbyrðis á ÍR-inga og eru fjórum stigum fyrir ofan þá,“ sagði Ásbjörn Friðriksson sérfræðingur Handboltahallarinnar um sigurmarkið sem Ingvari Erni Ákasyni umsjónarmanni Handboltahallarinnar þótti ilma af skrefum.
Nánar er farið yfir sigurmarkið og síðustu mínúturnar í leiknum jafna í myndskeiði hér fyrir ofan.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.



