- Auglýsing -
Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson hafa vakið mikla athygli á leiktíðinni með liði ÍBV. Sá fyrrnefndi var valinn leikmaður 8. umferðar Olísdeildar eftir að hann skoraði 12 mörk í 13 skotum og gaf sex stoðsendingar í viðureign ÍBV og KA um síðustu helgi. Elís Þór var leikmaður 7. umferðar.
„Hann [Andri] byrjaði mjög sterkt gegn KA og hélt síðan út leikinn. Hann skoraði alls 12 mörk utan af velli, ekkert úr víti. Hann var gjörsamlega stórkostlegur,“ sagði Ásbjörn Friðriksson sérfræðingur Handboltahallarinnar.
Rætt var um Andra og Elís Þór í síðasta þætti Handboltahallarinnar en myndskeið úr þættinum er hér fyrir neðan.
- Auglýsing -




