- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Coca Cola-bikarinn, slæm staða á Selfoss, kvennalandsliðið

- Auglýsing -

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klakastúdíóið sitt í kvöld og tóku upp sinn þrítugasta og sjötta þátt á þessu tímabili. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange og Arnar Gunnarsson.

Í þætti dagsins fóru þeir yfir leikina í 15.umferð í Olísdeild karla ásamt því að fara yfir sextán og átta-liða úrslit í Coca Cola bikar karla og kvenna.

Þá fóru þeir yfir málefni Selfyssinga en sögur herma að handknattleiksdeildin sé á barmi gjaldþrots. Samkvæmt heimildum skuldar deildin um 30 milljónir og hefur tilkynnt leikmönnum að þeim sé frjálst að finna sér ný lið fyrir næstu leiktíð.

Að lokum fóru þeir yfir leikina sem eru framundan hjá kvennalandsliðinu en það spilar tvo leiki gegn Tyrklandi í næstu viku. Þáttastjórnendur furðuðu sig á því að það sé ekki pláss fyrir Karen Knútsdóttur í liðinu að þessu sinni en hún er ekki valin vegna þess að hún hafði skoðanir á sóknarleik liðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -