Drengirnir í Hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar skelltu sér í Klaka stúdíóið sitt í dag og gáfu út nýjan þátt. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Kristinn Guðmundsson og Arnar Gunnarsson. Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það markverðasta sem gerðist í 1. umferð Olísdeildar karla.
Þeir lýstu ánægju sinni með nýliða deildarinnar, HK og Víking og hrósuðu þjálfurum liðanna fyrir að þora að prófa nýjungar og með herslumun hefðu bæði þessi lið getað náð í stig úr leikjum sínum.
Þá fóru þeir aðeins yfir ummæli Arnars Daða Arnarssonar þjálfara karlaliðs Gróttu eftir leikinn gegn Val þar sem að hann óskaði eftir meiri virðingu fyrir því sem hann væri að gera. Þeir félagar voru sammála því að það væri þannig að virðing væri eitthvað sem væri áunnin og því væri ekki vænlegt til árangurs að vera uppnefna menn í viðtölum ef að þú vilt fá virðingu frá viðkomandi.
Að lokum völdu þeir þá leikmenn sem koma til greina sem Klaka leikmaður umferðarinnar en það eru þeir Rúnar Kárason (ÍBV), Björgvin Páll Gústavsson (Val), Ólafur Ægir Ólafsson (Haukum), Guðmundur Bragi Ástþórsson (Aftureldingu) og Sigurjón Guðmundsson (HK).
Hægt er að hlusta á þáttinn á hlekknum hér fyrir neðan.