- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Leikir í Eyjum og Mosó, metnaður

- Auglýsing -

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í gærkvöld þar sem að umsjónarmenn þáttarins fjölluðu um leikina tvo í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla sem fram fóru í gærkvöld.   Það var boðið uppá hörkuleik í Eyjum. Voru þeir ánægðir með baráttuna hjá báðum liðum og hrósuðu dómurum leiksins, Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni, sérstaklega fyrir að halda vel utan um leikinn.

Leikur Aftureldingar og Hauka var hins vegar aldrei spennandi. Lið Hauka sýndi enn einu sinni að það er besta lið landsins. Þeir félagar sjá hreinlega ekki hverjir eiga roð í Hauka eins og staðan er í dag.

Í lok þáttar lýstu þeir félagar yfir vonbrigðum með Stöð2Sport vegna metnaðarleysis í útsendingum en stöðin var aðeins með eina myndavél á leikjunum í gærkvöld og auk þess var leikjum lýst úr herbergi á Suðurlandsbrautinni. Þeir félagar kalla eftir því að rétthafi deildanna geri betur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -