- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Spáð í úrslitaleikina í bikarnum

- Auglýsing -

Strákarnir í Hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar komu sér fyrir í Klaka stúdíóinu sínu snemma í morgun og tóku upp sérstakan Coca Cola-bikar þátt þar sem þeir rýndu í undanúrslitaleikina sem og spáðu í spilin fyrir úrslitaleikina sem fara fram í dag.

Þeir hófu þáttinn á því að fara yfir kvennaleikina þar sem vandræðagangur í sóknarleik Vals kom þeim á óvart. Hann var í raun bara á herðum Theu Imani Sturludóttur. Á sama tíma hrósuðu þeir varnarleik Fram og frábærri frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í marki Fram.  Úrslitin í seinni undanúrslita leiknum kom engum á óvart. Þeir félagar hrósuðu þó FH stúlkum fyrir að halda áfram að berjast þó um ofurefli væri að etja.  Einnig spáðu þeir fyrir um að úrslitaleikur Fram og KA/Þórs yrði hin mesta skemmtun og væru líkur á því að sá leikur færi í framlengingu.

Því næst færðu þeir sig yfir í karlaleikina þar sem að Valsmenn fóru nokkuð létt með lið Aftureldingar en þar þótti þeim athyglisvert að Valsliðið hefði unnið þennan yfirburðarsigur í ljósi þess að markvarslan var ekki mikil hjá þeim. Þeir voru sammála því að Valsliðið er gríðarlega öflugt og fullt sjálfstrausts. Það sæist í leik þess. Þeir voru hins vegar fyrir miklum vonbrigðum með lið Aftureldingar en það var engu líkara en að þeir gæfust upp í seinni hálfleiknum.  

Sigur Fram á Stjörnunni kom þeim skemmtilega á óvart. Þeir voru sérstaklega hrifnir af varnarleik Framara sem var virkilega agaður.  Þeir eiga hins vegar von á því að úrslitaleikurinn gæti orðið þungur fyrir Fram en til þess að þeir eigi möguleika þá telja þeir félagar að Fram þurfi að stýra hraðanum í leiknum og vera virkilega agaðir í sínum sóknarleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -