- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Tveir sigrar en lítt sannfærandi – Vonbrigði í Grillinu

9. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag. Að þessu sinni voru það Jói Lange og Arnar Gunnarsson sem settust inní Klaka stúdíóið og umfjöllunarefni þáttarins var 2. umferð í Olísdeild karla.

Þeir voru sammála því að KA menn virki ekki nægilega sannfærandi eftir þessa fyrstu tvo leiki. Eins og spilamennska þeirra hefur verið telja þeir líklegra að norðanmenn verði í baráttunni um áttunda sætið frekar en í efri hluta deildarinnar.

Þeir kíktu svo aðeins yfir sviðið í Grill66 deild karla sem fór af stað í gær. Frammistaða Fjölnismanna gegn ÍR olli vonbrigðum. Þeir áttu von á meiri spennu í þeim leik. Þá voru þeir ánægðir með byrjunina hjá Harðarmönnum sem þeir vænta mikils af í vetur.

Að lokum voru valdir leikmenn sem kom til álita sem Klaka leikmaður 2. umferðar Olísdeildar karla. Stendur valið á  milli Phil Döhler (FH), Birkis Benediktssonar (Aftureldingu), Vilhelm Poulsen (Fram) og Nicholas Satchwell (KA).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -