Benedikt Gunnar Óskarsson verður að fylgjast með úr áhorfendastúkunni þegar samherjar hans í Kolstad leika við Runar frá Sandefjord í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í handknattleik í Unity Arena í Bærum á morgun, sunnudag. Benedikt Gunnar handarbrotnaði í viðureign Kolstad og Fjellhammer í norsku úrvalsdeildinni fyrir viku. Handkastið segir frá.
Vegna handarbrotsins verður Benedikt Gunnar frá keppni í nokkrar vikur.
Kolstad getur orðið bikarmeistari þriðja árið í röð á morgun.
Benedikt Gunnar er á öðru keppnisári með Kolstad og varð þar af leiðandi bikarmeistari með liðinu fyrir ári auk þess að vera sigurliði félagsins í úrslitakeppninni á síðasta vori sem gaf sæti í Meistaradeild Evrópu á yfirstandandi keppnistímabili.



