„Hann hlýtur að spila þennan leik. Maðurinn er ekki að hvíla í tvær eða þrjár vikur, hvíla fyrir hvað?,“ segir Teddi Ponsa annar umsjónarmanna Handkastsins um Aron Pálmarsson og væntanlega þátttöku Arons í viðureign FH og Selfoss í Olísdeild karla í Kaplakrika annað kvöld. Teddi og Styrmir Sigurðsson, hinn stjórnandi þáttarins sem fór í loftið í gærkvöld, reikna með auðveldum sigri FH í leiknum.
Aron lék ekkert með FH gegn Víkingi á síðasta föstudag, nokkrum dögum eftir að FH-ingar komu heim frá tveimur Evrópuleikjum í Grikklandi.
Tvíbent sverð
„Menn verða líka passa sig á því að falla ekki í þá gryfju að hugsa sem svo að við getum hvílt hann í þessum leik. Það þarf að halda ákveðnum rythma. Það getur líka aukið hættu á meiðslum ef menn spila of lítið,“ sagði Teddi um gamla félaga sinn úr FH í Handkastinu sem kom út í gærkvöld hvar sjónum er m.a. beint að sjöttu umferð Olísdeildar karla.
Umræðan um Aron og leik FH og Selfoss hefst eftur u.þ.b eftir 18,30 mínútur.
Einnig fjallað um Olísdeild kvenna í þættinum auk þess sem sérfræðingurinn sló á þráðinn til Arnars Birkis Hálfdánssonar til Svíþjóðar áður en sá fyrrnefndi brá undir sig betri fætinum og hélt til suðurhafseyja.
Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.