- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Hann horfði bara glottandi á mig

Rúnar Kárason stórskytta Fram. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Einar Baldvin var reyndar ógeðslega heppinn. Hann fór í vitlaust horn þrisvar sinnum. Enda horfði hann glottandi á mig, var greinilega á guðsvegum þarna,“ segir stórskyttan Rúnar Kárason leikmaður Fram í léttum dúr í samtali við nýjan þátt Handkastsins sem var að koma. Í þættinum er gaumgæfilega farið yfir leiki í 1. umferð Olísdeildar karla.


Rúnar lék sinn fyrsta leik með Fram í 14 ár gegn Gróttu á Íslandsmótinu í handknattleik á síðasta fimmtudag. Hann skoraði sjö mörk í 16 skotum og viðurkenndi að nýtingin hafi ekki verið viðunandi, m.a. vegna stórleiks Einars Baldvins Baldvinssonar markvarðar Gróttu sem var með 40% markvörslu.

Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

„Þetta var bara lélegur leikur hjá mér. Satt að segja man ég ekki hvenær ég átti síðast lélegan leik,“ segir Rúnar ennfremur í samtali við Handkastið.

Rúnar ræðir vítt og breitt við Sérfræðinginn, m.a. um Fram, vistaskiptin frá ÍBV og hvernig það hafi verið að klæðast Frampeysunni á nýja leik.

Viðtalið við Rúnar hefst eftir 46,40 mínútur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -