- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Króati er undir smásjá á Selfossi

Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

„Við erum með Króata, hægri skyttu, á reynslu en höfum ekkert gert upp við okkur hvort við höldum honum eða ekki,“ segir Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss í samtali við nýjasta þátt Handkastsins sem fór í loftið í gærkvöld, fimmtudag.

Um er að ræða fyrri upphitunarþátt Handkastsins fyrir Olísdeild karla. Í þættinum fara Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn með stóru essi, Theodór Ingi Pálmasson og Styrmir Sigurðsson yfir á tæpitungulausan hátt yfir sex af 12 liðum Olísdeildar. Síðari upphitunarþátturinn fer í loftið eftir helgi.

Hlekkur á nýjasta þátt Handkastsins. Viðtalið við Þóri hefst hefst eftir 25 mínútur.

Margt þarf að ganga upp

„Við höfum trú á okkar ungu heimastrákum, margir þeirra eru að stíga upp. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir að deildin hefur styrkst. Við teljum okkur vera samkeppnishæfa við mörg lið en margt þarf að ganga upp. Okkur er það ljóst,“ segir Þórir og bætir við að hann og stjórnendur liðsins verða áfram með augun opin fyrir hugsanlegum liðsauka áfram þótt keppni hefjist í Olísdeildinni.

Skýr markmið

Þórir segir markmið Selfossliðsins vera sæti í átta liða úrslitakeppninni og að komast í Höllina, en þar á hann líklega við sæti í undanúrslitum Poweradebikarkeppninnar.

Viðtalið við Þóri hefst eftir 25 mínútur og er að finna í spilaranum hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -