- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Myndin er að skýrast í sjónvarpsmálum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Farið var yfir breytingar í sjónvarpsútsendingamálum handboltahreyfingarinnar í nýjasta þætti Handkastsins. Breytingarnar hafa verið verið eitt verst geymda leyndarmál handboltahreyfingarinnar í sumar og verið helsta umræðuefnið þegar tveir eða fleiri áhugamenn um handbolta hafa komið saman.

Myndin virðist vera að skýrast þessa dagana að sögn þeirra Handkastsmanna. Ekki er seinna vænna því flauta á til leiks í Olísdeild karla fimmtudaginn 7. september.

Áskrift á 1.290 krónur

Theodór Ingi Pálmason einn umsjónarmanna Handkastsins sagðist hafa þær upplýsingar að Sjónvarp Símans muni halda utan um dagskrána. Opið verður án endurgjalds fyrstu tvo mánuðina en eftir það þarf að kaupa áskrift fyrir 1.290 krónur á mánuði. Allir leikir verði teknir upp með sænskum myndavélaróbótum sem komnar eru til landsins og verið er að setja upp í íþróttahúsum þar sem leikinn er handbolti.

Allir leikir á einu svæði

„Fólk fær aðgang að HSÍ-svæði á myndlyklinum þar sem hægt verður að nálgast alla leiki meistaraflokka og niður í fjórða flokk. Öll lið verða með sjálfvirkar Spiideo-vélar í íþróttahúsum sínum sem taka upp leikina. Félögin verða að sjá um lýsendur á leiki sína í meistaraflokki. Einn leikur í viku verður í beinni og opinni útsendingu í sjónvarpi Símans. Það verður stærri útsending eins og við þekktum frá Stöð2,“ sagði Theodór.

Löngu klárt – ekki kynnt

„Sjónvarpssamningurinn er löngu klár en þetta virðist vera mikið stærra verkefni en flestir gera sér grein fyrir,” sagði Arnar Daði einn umsjónarmanna Handkastsins og velti fyrir sér af hverju upplýsingagjöf til félaganna hafi verið af skornum skammti. „Menn vilja eðlilega ekki tilkynna um þetta fyrr en allt er klárt,“ skaut Theodór þá inn í.

Ekki er útlit fyrir að samantektarþættir verði á dagskrá, svipaðir þeim sem voru á dagskrá Stöðvar2 undir heitinu Seinni bylgjan.

Karlar – helstu félagaskipti 2023

Allar tölur voru rauðar

Arnar Daði bætti því við að meginástæða þess að sýningarétturinn er ekki lengur hjá Stöð2 sé sá að um of dýrt verkefni hafi verið að ræða sem fyrirtækið hafði ekki áhuga á að halda áfram með, alltént ekki með óbreyttu hætti.

„Þetta var of dýrt. Þeir tóku þá ákvörðun að skippa því að sýna frá þjóðaríþróttinni. Það var bara hart ári. Það voru alla tölur rauðar. Það var aldrei fyrsti kostur HSÍ að fara í þennan pakka,“ sagði Arnar Daði og vísar til þess fyrirkomulags sem verður á útsendingum frá handboltanum á komandi leiktíð.

Umræðan um sjónvarpsmálin er býsna áhugaverð. Hún hefst eftir rétt tæpar 42 mínútur í nýjasta þætti Handkastsins sem m.a. má nálgast hér fyrir neðan.

Einnig er hægt að nálgast nýjast þátt Handkastsins á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Handbolti.is mun á næstunni eiga samstarf við Handkastið um dreifingu á efni þáttarins.

Tengdar fréttir:

Handkastið.

Karlar – helstu félagaskipti 2023

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -