„Það er einn leikmaður sem við verðum að ræða um og það er Birgir Steinn,“ segir Tedda Ponsa umsjónarmaður Handkastsins í nýjasta þættinum sem var að fara í loftið.
„Mér finnst hann bara fram til þessa ekkert passa inn liðið [Afturelding]. Hann er vanur að vera í liði þar sem hann spilar allar mínútur. Mér finnst hann ætla sér of mikið nýta sénsinn sinn þegar hann er inni á vellinum,“ sagði Teddi ennfremur.
Líkt skiptum Beckham
Fjörugar umræður sköpuðust í Handkastinu um frammistöðu Birgis Steins Jónsson með Afureldingarliðinu og komu hans til félagsins í sumar. Sýndist sitt hverjum en auk Tedda sló Styrmir Sigurðsson ekkert af auk gests þáttarins, Ásgeirs Gunnarssonar, sem sá líkindi með komu Birgis Steins til Aftureldingar og vistaskiptum knattspyrnumannsins David Beckham fyrir um tveimur áratugum.
Umræður um Birgi Stein og frammistöðu hans hefst eftir 18,20 mínútur en um leikinn eftir um 10 mínútur.
Krufinn til mergjar
Einnig var leikur Aftureldingar og ÍBV í Olísdeild í gær krufinn til mergjar. Voru menn sammála um að Aftureldingarmenn hafi farið illa að ráði sínu. Einnig kemur slysalegt leikhlé Aftureldingar á örlagastundu til umræðu í þættinum sem er að vanda hressandi.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.