„Þetta er hans slakasti leikur held ég sem ég hef séð hann spila í efstu deild. Sync-ið var ekki til staðar og það gerði vörnina óörugga sem gerði hann óöruggan. Axel Hreinn kemur síðan inná og ekki skánaði þetta þá. Mér finnst eiginlega bara ótrúlegt þegar ég hugsa um þennan leik að FH hafi farið með eitt stig úr þessum leik. Það er eiginlega einu stigi meira en þeir áttu skilið.“
Þetta hafði Teddi Ponsa að segja í nýjasta þætti Handkastsins um frammistöðu Daníels Freys Andréssonar markvarðar FH í leiknum við Stjörnunar í 7. umferð Olísdeildar karla í Mýrinni á þriðjudagskvöld.
Teddi, sem er endurskoðandi, er áhugamaður um frammistöðu Daníels Freys og heldur m.a. bókhald um frammistöðu markvarðarins.
Umræðan um FH-inga og Daníel Frey hefst eftir 8,45 mínútur í nýjasta þætti handkastsins.