„FH-ingar geta þakkað Daníel Frey Andréssyni fyrir að hafa ekki skíttapað leiknum,“ segja félagarnir Teddi Ponsa og Styrmir Sigurðsson í nýjasta þætti Handkastsins í umræðunni um stórleik Vals og FH í annarri umferð Olísdeildar karla á mánudagskvöldið. Valur vann leikinn með einu mark, 27:26, þvert á spár marga.
Vantar drápseðlið
„Það vantar drápseðlið í þá,“ segir Styrmir um FH-liðið sem tók saman í stuttu máli frammistöðu FH-inga í tveimur fyrstu leikjum liðsins í deildinni og færir rök fyrir máli sínu.
Mjög ólíkur sjálfum sér
„Hann hikað, bakkaði og var mjög ólíkur sjálfum sér. Ég hélt að hann gæti ekki átt svona lélegan hálfleik í þessari deild,“ segir Teddi Ponsa um frammistöðu Arons Pálmarssonar í síðari hálfleik sem þeir voru sammála um að hafa verið óviðunandi.
Umræðan um FH og Aron hefst eftir 9,20 mínútur í nýjasta þætti Handkastsins sem kom inn á streymisveitur í gærkvöld. Arnar Daði, Teddi og Styrmir eru ekki þekktir fyrir að tala undir rós.