- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild ÍBV lýsir vantrausti á aðalstjórn og segir af sér

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ólga er innn ÍBV í Vestmannaeyjum og hefur stjórn handknattleiksdeildar lýst vantrausti á aðalstjórn og einnig sagt af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér í morgun m.a. til handbolta.is. Yfirlýsingin er undirrituð að af Grétari Þór Eyþórssyni formanni handknattleiksdeildar og er að finna neðst í þessari frétt.


Ástæða ólgunnar er sú að á fundi 15. mars ákvað aðalstjórn að hætta að skipta tekjum jafn á milli handknattleiksdeildar og knattspyrnudeildar við gerð heildarsamninga og úthlutunar frá aðalstjórn. Framvegis fær knattspyrnudeild 65% en handknattleiksdeild 35%.


Að mati handknattleiksdeildar hefur aðalstjórn þverbrotið reglur með því að taka fyrrgreinda ákvörðun upp á eigin spýtur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi handknattleiksdeild ekki tekist að fá fyrrgreindri ákvörðun breytt. Allri viðleitni handknattleiksdeildar hafi verið hafnað af aðalstjórn.


Yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV má lesa hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -