- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handknattleikskeppni ÓL á tennisvelli?

Íslenska landsliðið á verðlaunapalli á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sterklega kemur til greina að handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París eftir fjögur ár fari fram á hinum goðsagnakennda tennisvelli Roland Garros, einnig nefndur Philippe-Chatrier, þar sem keppt hefur verið á Opna franska meistaramótinu í tennis í nærri því öld.


Franska íþróttablaðið L’Equipe segir þessi áform séu uppi á borðum skipuleggjenda leikanna. Þeir leita nú allra leiða til þess að draga úr kostnaði vegna leikanna m.a. með því að hætta við byggingu nokkurra íþróttamannvirkja sem til stendur að reisa. Af þeim sökum horfa menn til þess að Roland Garros-tennisvöllurinn geti orðið vettvangur handknattleikskeppninnar. Bercy-íþróttahöllin í París, þar sem íslenska karlalandsliðið vann úrslitaleik B-heimsmeistarakeppninnar 1989, sællar minningar, mun hýsa körfuknattleikskeppni leikanna, eftir því sem næst verður komist.


Nýlega var komið fyrir búnaði á Roland Garros-vellinum svo hægt verði að draga þak yfir völlinn þegar þurfa þykir. Rigningar hafa oft sett strik í reikninginn á Opna franska meistaramótinu sem er hið eina af stórmótunum fjórum ár hvert, Grand Slam, sem fer fram á leirleikvelli.
Roland Garros-völlurinn rúmar um 15 þúsund manns í sæti.
Ef af þessum áformum verður varðandi handknattleikskeppnina mun tenniskeppni Ólympíuleikanna skiljanlega vera á öðrum velli sem nefndur er Suzanne Lenglen.


Hér er myndskeið sem unnið var meðan verið var setja þakið yfir Roland Garros-völlinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -