Handknattleikskonan efnilega, Hanna Guðrún Hauksdóttir, hefur gert tveggja ára samning við Stjörnuna.
Hanna Guðrún verður 19 ára í sumar og er að ganga upp úr 3. flokki. Hún hefur æft hjá Stjörnunni frá sjö ára aldri og með markahæstu leikmönnum í 3. flokki í vetur. Einnig hefur hún verið í æfingahópum yngri landsliða.
„Hanna Guðrún er metnaðarfull og fjölhæf sem leikmaður og getur spilað flestar stöður bæði í vörn og sókn. Einnig hefur hún verið að þjálfa yngri flokka og verið yfirþjálfari á sumarnámskeiðum Stjörnunnar síðustu ár,“ segir í tilkynningu frá Stjörnunni.
„Hanna Guðrún er öflugur karakter, hefur bætt sig mikið síðustu ár og hlutverk hennar í meistaraflokki í takt við það. Hún er fjölhæfur leikmaður og með rétta viðhorfið svo ég er ekki í vafa um það að hún á eftir að ná langt, hlakka til að vinna með henni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni.