- Auglýsing -
Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard leika til úrslita í austurrísku bikarkeppninni í handknattleik. Alpla Hard vann nauman sigur á West Wien, sem Hannes Jón þjálfaði einu sinni hjá, hörkuspennandi undanúrslitaleik í kvöld. 24:23.
Hard-liðið var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11.
Alpla mætir Füchse í úrslitaleik bikarkeppninnar. Füchse vann Aon Fivers í hinni viðureign undanúrslita, 28:27.
Úrslitaleikurinn fer fram á morgun.
- Auglýsing -