- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hannes Jón og Aðalsteinn fengu gott veganesti

Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki fagnaði sigri í bikarkeppninni í dag. Mynd/Alexandra Köß
- Auglýsing -

Hannes Jón Jónsson fagnaði sigri í kvöld með lærisveinum sínum í meistaraliðinu Alpla Hard í meistarakeppninni í Austurríki. Alpla Hard vann Aon Fivers örugglega 33:27. Hard var með þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 16:13.


Það er skammt stórra högga á milli hjá Alpla Hard því næst á dagskránni er að fara til Frakklands og leika þar öðru sinni við Toulouse í 1. umferð Evrópudeildarinnar á laugardaginn. Alpla stendur höllum fæti í þeirri rimmu eftir fjögurra marka tap á heimavelli um síðustu helgi, 27:23.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten. Mynd/aðsend

Höfðu betur í síðari hálfleik

Aðalsteinn Eyjólfsson gat brosað út í annað munnvikið í kvöld eftir að liðið sem hann þjálfar, bikarmeistara Kadetten, vann Wacker Thun í fyrsta leik liðsins í svissnesku 1. deildinni í handknattleik á útivelli, 24:21. Eftir jafna stöðu að loknum fyrri hálfleik, 12:12, tóku leikmenn Aðalsteins af skarið í síðari hálfleik.


Meistarar Pfadi Winterthur byrjuðu ekki eins vel og þeir vonuðu. Þeir fóru heim frá sambandsborginni Bern með tveggja marka tap á bakinu, 32:30.

Kadetten á fyrir höndum Evrópuleik um næstu helgi. Von er á serbneska liðinu Vojvodina í heimsókn á laugardaginn til síðari viðureignar í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Serbneska liðið vann fyrri leikinn með sex marka mun, 26:20. Leikmenn Kadetten með Joan Canellas í broddi fylkingar verða að töfra fram sinn besta leik á heimavelli til þess að snúa við taflinu gegn Serbunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -