- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hansen er í hóp heimsmeistaranna sem tekur þátt í ÓL

Nikolaj Jacobsen ásamt leikmönnum sínum í danska landsliðinu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins hefur valið þá 14 leikmenn sem hann teflir fram á Ólympíuleikunum í sumar auk þriggja leikmanna sem verða utan hóp og til vara ef á þarf að halda. Fátt kom á óvart í valinu og m.a. er Mikkel Hansen í 14 manna listanum en hann leggur skóna á hilluna að leikunum loknum.

Danir hafa orðið heimsmeistarar þrisvar á síðustu þremur heimsmeistaramótum og því er talsverð pressa á liðinu að gera betur á Ólympíuleikunum í Frakklandi sem settir verða 26. júlí í París. Strax daginn eftir leika Danir við Frakka í upphafsleik riðlakeppninnar en liðin mættust síðasta í úrslitaleik Evrópumótsins í janúar. Einnig léku landslið Dana og Frakka til úrslita í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó fyrir þremur árum. Frakkar höfðu þá betur.

Danska landsliðið hefur einu sinni unnið gullverðlaun í karlaflokki á Ólympíuleikum. Það átti sér stað 2016 í Rio de Janeiro í Brasilíu undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar.

Auk Frakka eru Argentína, Egyptaland, Noregur og Ungverjaland í riðli með Dönum á leikunum í Frakklandi.

Danski landsliðhópurinn á ÓL 2024

Markverðir:
Niklas Landin, Aalborg Håndbold.
Emil Nielsen, FC Barcelona.
Aðrir leikmenn:
Magnus Landin, THW Kiel.
Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt.
Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen.
Magnus Saugstrup, SC Magdeburg.
Simon Hald, Aalborg Håndbold.
Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold.
Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt.
Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg.
Thomas Arnoldsen, Aalborg Håndbold.
Mathias Gidsel, Füchse Berlin.
Mads Hoxer, Aalborg Håndbold.
Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold.
Varamenn:
Kevin Møller, Flensburg-Handewitt.
Lasse Andersson, Füchse Berlin.
Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -