- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haraldur tekur við af Rakel Dögg

Haraldur Þorvarðarson nýr þjálfari kvennaliðs Fram. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Haraldur Þorvarðarson tekur við þjálfun kvennaliðs Fram í sumar af Rakel Dögg Bragadóttur sem lætur af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu Fram í dag. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna verður áfram í þjálfarateymi liðsins og Roland Eradze sem ráðinn hefur verið markvarðaþjálfari Fram eins og kom fram í gær.


Auk þess að þjálfa hjá Fram síðustu árin var Haraldur þjálfari meistaraflokksliðs Aftureldingar í kvennaflokki frá sumrinu 2017 til ársloka 2019.

Haraldur hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram síðastliðin fjögur ár. Samhliða því hefur hann stýrt U-liði og 3. flokk karla hjá Fram. Undir stjórn Haraldar vann U-lið Fram Grill 66-deildinni fyrir ári. Auk þess var Haraldur leikmaður í handknattleik hér á landi og í Þýskalandi á yngri árum.

Einnig var Haraldur dómari um skeið og dæmdi m.a. í Olísdeildum karla og kvenna.

Rakel Dögg kveður

Rakel Dögg tók við þjálfun Fram síðasta sumar eftir að hafa verið í þjálfarateymi með Stefáni Arnarsyni þáverandi þjálfara kvennaliðs Fram um tveggja ára skeið. Áður var Rakel Dögg þjálfari Stjörnunnar og leikmaður félagsins og liða í Noregi og Danmörku um árabil fyrir utan að vera ein leikjahæsta landsliðskona landsins. Rakel Dögg hefur einnig þjálfað yngri landslið kvenna síðustu árin.

Fram sækir Hauka heim í kvöld í annarri umferð undanúrslita úrslitakeppni Olísdeildar. Flautað verður til leiks klukkan 18. Fram tapaði fyrsta leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -