- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harðákveðinn í að hætta eftir höfuðhögg

Brynjar Darri Baldursson í marki Stjörnunnar í leik við KA í Olísdeildinni á dögunum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Brynjar Darri Baldursson, sem verið hefur markvörður Stjörnunnar um nokkurra ára skeið og lék áður með FH, er harðákveðinn í að leggja handboltaskóna á hilluna eftir að hafa fengið annað höfuðhögg á einu ári í leik Stjörnunnar og KA í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Brynjar Darri greindi frá þessu í samtali við Stöð2 í gærkvöld en endursögn af viðtalinu er birt á vísir.is.


„Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri í fyrrgreindu samtali við Stöð2/Vísir.


Reyndar kom fram eftir keppnistímabilið síðasta vor að Brynjar Darri ætlaði að hætta í handknattleik þá þegar vegna ótta við að fá annað höfuðhögg og þær afleiðingar sem það kynni að hafa á nám hans og starf sem arkitekt. Hann ákvað að mæta aftur til leiks undir lok síðasta árs eftir að annar markvörður Stjörnunnar, Adam Thorstensen unglingalandsliðsmarkvörður varð fyrir höfuðhöggi. Adam hefur hefur frá keppni síðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -