- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Háspenna í Kórnum

Díana Kristín Sigmarsdóttir og samherjar í HK unnu öruggan sigur á Fjölni-Fylki í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

HK og Valur skildu jöfn í sannkölluðum háspennuleik í Olísdeild kvenna í handknattleik í Kórnum í kvöld, 32:32. Spennan var áþreifanleg á síðustu mínútum leiksins, ekki síst eftir að Berglind Þorsteinsdóttir jafnaði metin fyrir HK þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka. Leikmenn beggja liða reyndu allt hvað þeir gátu til að bæta við mörkum á síðustu mínútunum til að tryggja sínu liði sigurinn. Allt kom fyrir ekki þegar þegar hver tilraunin á fætur annarri fór í skrúfuna og því jafntefli kannski sanngjarnasta niðurstaðan.


Valur er þar með jafn KA/Þór að stigum í fyrsta til öðru sæti deildarinnar, hvort lið hefur 10 stig að loknum sjö leikjum. HK mjakaði sér upp fyrir Hauka og er í sjötta sæti með fimm stig þegar sjö leikir eru að baki.

Í þessari miklu markaveislu sem boðið var upp á í Kórnum í kvöld sat varnarleikurinnn algjörlega á hakanum og hraðinn mikill. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 18:18. HK náði forskoti í byrjun síðari hálfleiks en Valur seig framúr er á leið. Leikmenn HK voru ekki á því að leggja árar í bát og náðu m.a. að jafna metin eftir að Valur komst um skeið þremur mörkum yfir, 27:24. Lokamínúturnar voru æsilegar en svo fór að liðin máttu sættast á skiptan hlut.

Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 7/6, Díana Kristín Sigmarsdóttir 6, Sigríður Hauksdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 5, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 5 skot, 16,1% – Alexandra Von A. Gunnarsdóttir 3, 33,3%.
Mörk Vals: Lovísa Thompson 5/3, Thea Imani Sturludóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/3, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gíslasdóttir 9 skot, 25,7%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -