- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar – Afturelding: nokkrar staðreyndir fyrir úrslitaleikinn

Dregið verður í aðra umferð Poweradebikars karla á mánudaginn. Ljósmynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Haukar og Afturelding leika til úrslita í Poweradebikar karla í handknattleik í Laugardalshöll klukkan 16 í dag. Hér fyrir neðan er teknar saman nokkrar staðreyndir um liðin.

  • Haukar leika í níunda sinn til úrslita í bikarkeppninni. Síðast léku þeir í úrslitum árið 2014 og unnu ÍR í hörkuleik, 22:21.
  • Afturelding leikur í fjórða sinn til úrslita í bikarkeppninni. Síðast komust Mosfellingar í úrslit árið 2017 en töpuðu fyrir Val, 26:22.
  • Haukar hafa sjö sinnum orðið bikarmeistarar í handknattleik karla, síðast árið 2014.
Ólafur Ægir Ólafsson, Andri Már Rúnarsson og Þráinn Orri Björnsson leikmenn Hauka. Af þeim er Ólafur Ægir sá einu sem hefur unnið bikarkeppnina. Hann var í sigurliði Vals árið 2017. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
  • Haukar unnu bikarkeppnina í fyrsta sinn árið 1980. Haukar gerðu jafntefli við KR, 18:18, í úrslitaleik. Þá varð að efna til annars leiks þar sem sá fyrri var ekki framlengdur. Haukar unnu síðari leikinn, 22:20.
  • Afturelding hefur unnið bikarkeppnina einu sinni, árið 1999. Afturelding lagði FH í úrslitaleik, 26:21.
  • Á leiðinni í úrslitaleikinn í dag unnu Haukar liðsmenn Víkings, 32:27, Hörð 37:30 og Fram, 32:24.
Gríðarlega eftirvænting ríkir meðal Mosfellinga fyrir úrslitaleikinn í dag. Aftureldingarliðið fékk frábæran stuðning í undanúrslitaleiknum á fimmtudaginn og reikna má enn fleiri leggi leið sína í Laugardalshöll í dag. Mynd/Raggi Óla
  • Á leiðinni í úrslitaleikinn í dag vann Afturelding liðsmenn Þórs, 31:21, HK, 44:43 eftir vítakeppni, KA 35:32 eftir framlengingu og Stjörnuna 35:26.
  • Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka stýrir liði í fyrsta sinn í úrslitaleik bikarkeppninnar í dag. Hann varð bikarmeistari sem leikmaður Hauka 2001 og 2002.
  • Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar hefur einu sinni unnið bikarkeppnina sem þjálfari, árið 2015 þegar ÍBV vann FH, 23:22, í úrslitaleik.
  • Haukar eru í áttunda sæti Olísdeildar karla.
  • Afturelding situr í sjöunda sæti Olísdeildar karla fjórum stigum á undan Haukum.
  • Haukar og Afturelding hafa mæst tvisvar á leiktíðinni:
    8. október: Haukar – Afturelding, 26:27.
    20. febrúar: Afturelding – Haukar 24:26.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -